logo fyrir heimasíðu

Stofnfundur Nomos Alumni

Stofnfundur Nomos Alumni verður haldin 13. nóvember 2015 í Iðusölum við Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík. Dagskráin mun hefjast kl. 17:00, auk formlegrar dagskrár verður flutt nokkur áhugaverð erindi, boðið verður upp á tónlistarflutning og léttar veitingar verða á staðnum.

Fyrirhuguð formleg dagskrá er sem hér segir:

1. Setning fundar.
2. Kosning fundarstjóra.
3. Drög að samþykktum félagsins lögð fram til umræðu.
4. Atkvæðagreiðsla um samþykktir félagsins og mögulegar breytingatillögur.
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
6. Önnur mál.
7. Fundi slitið.

Lee Ann Maginnis er ein af átta útskrifuðum nemendum af lögfræðisviðinu frá Bifröst sem hefur verið að vinna í því að koma á legg Nomos Alumni. Lee Ann útskrifaðist með ML í lögfræði í febrúar 2014, hún var virk í félagsstörfum skólans á meðan hún var í námi og var m.a. ritstjóri Lögbrúar tímarits laganema á Bifröst. Við báðum Lee Ann að svara nokkrum spurningum varðandi stofnun félagsins.

Hugmyndin af félaginu kviknaði við undirbúning á Lögfræðideginum sem haldinn var árið 2013 og var þá hafist handa við að kanna hvernig Alumni félög störfuðu í öðrum háskólum hér heima og erlendis. Síðan leið tíminn og í vetur auglýsti Helga Kristín, fyrrum sviðstjóri lögfræðisviðsins eftir aðilum sem vildu taka þátt í því að koma að stofnun félagsins. Átta útskrifaðir nemendur af lögfræðisviðinu hafa síðan unnið að þessu frá því í mars og loksins er komið að því að stofna félagið formlega.

Félaginu er einkum ætlað að vera öflugur vettvangur félagsmanna til að viðhalda og efla tengsl sín á milli og gæta að sameiginlegum hagsmunum. Um 350 manns hafa útskrifast með grunnnámsgráðu eða meistaragráðu frá lögfræðisviði Háskólans á Bifröst og er það hagur þeirra og annarra sem á eftir þeim koma að menntunin njóti viðurkenningar og virðingar. Auk þess getur félagið verið vettvangur til að deila reynslu og hafa tengsl við einstaklinga sem starfa í fjölbreyttum geirum í íslensku atvinnulífi.

Félagið mun m.a.:

–  Standa að viðburðum til að viðhalda og efla tengsl útskrifaðara nemenda.
–  Standa að viðburðum þar sem félagsmenn geta miðlað fræðslu og kynnt sig og sín verkefni.
–  Halda utan um rafrænan vettvang þar sem félagsmenn geta miðlað fræðslu og gagnlegum upplýsingum, t.d. upplýsingum um starfstækifæri.
–  Vera vettvangur fyrir nýútskrifaða nemendur sem geta fengið leiðsögn á atvinnumarkaði.
–  Veita lögfræðisviðinu aðhald og stuðning til að viðhalda gæðum námsins.
–  Taka þátt í opinberri umræðu er varða orðspor og virðingu námsins.

Við í stjórn Nomos félagi laganema á Bifröst viljum þakka Lee Ann Maginnis fyrir að hafa gefið sér tíma að svara spurningum okkar og erum við spennt að sjá hvernig framhaldið verður með Nomos Alumni.