10269483_10203654633865042_3194525963191974787_n

Umsóknarfrestur í LWOW

Nú fer Umsóknarfrestur í Law Without Walls að renna út eða þann 30 október næstkomandi. Það er því hver um seinasti að nýta sér þetta tækifæri, nú þegar hefur Bifröst tekið þátt í verkefninu tvisvar 2014 og 2015.

Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni þar sem margir virtustu háskólar heims taka þátt. Þar má nefna lagadeildir Harvard, Stanford, Fordham, IE Business School, University College London, University of Sydney og Peking University. Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu, einn háskóla á Íslandi. Markmið verkefnisins er að bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á atvinnumarkaði og umbylta þekktum aðferðum við lögfræðikennslu. Verkefnið miðar að því að laganemar fái víðari sýn á fræðin og nýti menntun sína í auknum mæli til nýsköpunar. Þátttaka í verkefninu gefur nemendum færi á að vinna að verkefnum með nemendum og kennurum víðsvegar að úr heiminum. Þátttakendur hafa einnig tækifæri til að efla tengslanet sitt með samstarfi við fulltrúa úr atvinnulífinu.

Verkefnin eru að mestu unnin í gegnum tölvur, en Þátttakendur sækja einnig vinnufundi tvisvar yfir tímabilið. Verða fundirnir í Þetta skiptið haldnir annars vegar í Madríd 16.-17. Janúar 2016 og hins vegar á Miami í apríl 2016.

Nánar um verkefnið er að finna á http://lawwithoutwalls.org