465241_335749986462378_1728659256_o

Ný vefsíða í loftið.

Fyrsta verkefni sitjandi stjórnar Nomos var að setja á laggirnar vefsíðu, Þar munum við setja inn helstu viðburði sem viðkoma félaginu og fréttir tengdar lagasviði Háskólans á Bifröst. Einnig er í vinnslu að hægt sé að sækja Lögbrú tímarit laganema á Bifröst af vefsíðunni og í framtíðinni verður mögulegt að nálgast smáforrit, svo hægt sé að nálgast tímaritið í snjallsímum og spjaldtölvum.

Á síðunni er hægt að hafa samband við sitjandi stjórn með einföldum hætti og er þetta vettvangur til þess að gera okkur meira áberandi.